Guðjón Samúelsson
Útlit
Guðjón Samúelsson (16. apríl 1887 – 25. apríl 1950) var íslenskur arkitekt og húsameistari ríkisins frá 1920 til dauðadags. Hann teiknaði margar af þekktustu byggingum landsins. Hann var mikill áhugamaður um skipulagsmál og sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins sem sett var á fót árið 1921 og var höfundur Aðalskipulags Ísafjarðar, fyrsta aðalskipulags sem samþykkt var á Íslandi 1927, og einn af aðalhöfundum fyrsta Aðalskipulags Akureyrarkaupstaðar. Hugmyndir Guðjóns um skipulag bæja gerðu ráð fyrir aðgreiningu atvinnusvæða og íbúðarsvæða sem þá var nýmæli.
Fyrsta stórhýsið sem Guðjón teiknaði var Reykjavíkurapótek við Bankastræti og Pósthússtræti. Þetta var líka fyrsta stórhýsi á Íslandi.
Helstu byggingar
[breyta | breyta frumkóða]- Aðalbygging Háskóla Íslands
- Akureyrarkirkja
- Eimskipafélagshúsið
- Gamla mjólkursamlagið í Borgarnesi
- Hallgrímskirkja
- Hávallagata 24
- Héraðsskólinn að Reykjum
- Héraðsskólinn á Laugarvatni
- Hótel Borg
- Kristskirkja
- Aðalbygging Landspítalans
- Laugarneskirkja
- Listasafn Íslands
- Reykjavíkurapótek
- Rósenborg (Barnaskóli Akureyrar)
- Þjóðleikhúsið
- St. Jósefsspítali
- Sundhöllin
- Sundhöll Seyðisfjarðar
- Sundhöllin á Ísafirði
- Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði
- Gamla sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum/Ráðhús Vestmannaeyja
- Sundhöll Keflavíkur
- Verkamannabústaðirnir við Hringbraut
- Egilsá Skagafirði
- Kleppsspítali
- Héraðsskólinn að Núpi
- Bjarnalaug
- Spennustöðin við Bókhlöðustíg